Thursday, June 15, 2006

Veturinn

Steppo og Helgi komu túrnum á koppinn, þeir mættu nú skrifa meira um tilurð hans hérna. Ég fékk hringingu í ágúst 2005, að mig minnir;

"Sissi, viltu koma í stóra ferð, kannski 3 mánuði?"
"Já"
"Viltu vita hvað?"
"Ekkert frekar"
"Kúl, seinna"

Síðan komst aðeins meiri mynd á ferðaplanið. Klifruðum eitthvað saman í vetur, bæði í ís og klettum, einhverjar ferðir, t.d. á Hrútsfjall og Hnjúkinn (allt að þrisvar í vor). Síðan æfðum við í Gym '80, aðeins mismunandi fasar og enduðum á cross fit æfingum í vor. Lífgað upp á þetta með útihlaupum og hjólreiðum, hinu og þessu.

Og nú er þetta alveg að bresta á, úff...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home