Saturday, June 17, 2006

Ferðin og ferðalangar

Sumarið 2005 ákváðum við fjórir að fara í 3 mánaða æfingaferð til Pakistan og Indlands. Við erum;
Hálfdán
Hálfdán Ágústsson
Helgi Hall
Stefán Örn Kristjánsson
Sveinn Fr. Sveinsson
Ferðalangarnir eru á aldrinum 24-31 árs og allir félagar í Íslenska alpaklúbbnum og undanfarar (sérhæfðir fjallabjörgunarmenn) í Hjálparsveit skáta í Reykjavík / Björgunarsveitinni Ársæli.Helgi


Ferðaplanið
Við ætlum að fara í Hindu Raj fjallgarðinn sem er á milli Hindu Kush og Karakorum fjallgarðanna.

Á korti er þetta landsvæði milli bæjanna Chitral og Gilgit.
Á þessu svæði er mikið af 6.000 metra tindum sem eru margir óklifnir og jafnvel ónefndir. Svæðið er afar lítið heimsótt af fjallamönnum.

Þarna höfum við möguleika á að klífa marga tinda og munum einbeita okkur að verkefnum í tæknilegri kantinum.

Steppo
Ætlunin er að klifra í um tvo mánuði. Tveir okkar munu fljúga heim eftir þetta en Steppo og Sissi halda áfram til Indlands í mánuð í viðbót. Þar ætlum við að heimsækja Goa, stunda grjótglímu (e. boulder), t.d. í Hampi, sem er magnaður staður.

Hvað höfum við verið að sýsla síðustu árin?
Allir höfum við stundað almenna ferðamennsku frá unga aldri sem á síðustu tæpu tíu árum hefur þróast út í meira krefjandi fjallamennsku, m.a. sem hluti af starfi undanfara í fyrrnefndum björgunarsveitum, en einnig með þátttöku í starfi Íslenska Alpaklúbbsins (ÍSALP), leiðsögn og á eigin vegum.

Sissi á Ben Nevis
Innanlands höfum við safnað í reynslubankann með mikilli ástundun á fjallamennsku og klifri, með leiðsögn í fjalla- og jöklaferðum m.a. fyrir Íslenska fjallaleiðsögumenn, auk þess að við höfum allir kennt námskeið um fjallamennsku, ísklifur og ferðamennsku í brattlendi og jöklum.

Eins höfum við allir reynslu af fjallaferðum erlendis og ber þar helst að telja ís- og klettaklifur í Noregi, Skotlandi, Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Malasíu og Tælandi, sem og krefjandi fjallgöngur í Rússlandi, Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi (m.a. Mont Blanc, 4.807 m), Bandaríkjunum (m.a. Long's Peak, 4.345 m), Indonesíu (m.a. Gunung Agung, 3.142 m) og í Kashmír-héraði Norður-Indlands.

Styrktaraðilar
Björgunarsveitin Ársæll og Hjálparsveit Skáta í Reykjavík hafa hjálpað okkur að láta þetta gerast.
Við klifrum allir í Cintamani frá toppi til táar, og höfum flestir notað dót frá þeim í mörg ár
R. Sigmundsson er umboðsaðili fyrir Garmin GPS og Entel talstöðvar, léttustu VHF stöðvarnar á markaðnum.
Vörurnar frá Cintamani og R.Sigmunssyni eru úrvalsstöff og við mælum óhikað með þeim fyrir útivistarfólk.

Ítarefni
Hindu Raj Expedition 2000
Trekking Breti í Hindu Raj
Fjöllin í Hindu Raj
Fjöllin í Hindu Raj - kort

0 Comments:

Post a Comment

<< Home