Wednesday, June 21, 2006

Saumaskapur og almenn gleði

Eftir að flensan tók sig upp hjá mér síðustu 2 daga ákvað læknir okkar Pakistanfara, Gunnar Guðmundsson lungnalæknir og helsti sérfræðingur hérlendis í háfjallaveiki, að skella mér á pensillín. Þvílík gleði, þá getur maður kannski náð nætursvefni aðra nótt.

Omega vs. Vega
Í dag kíktum við á mikinn öðling á skóverkstæðinu hjá Össuri, sem blés út, beyglaði, klippti, mixaði innlegg og ég veit ekki hvað, í skóna okkar. Siz og Hálfdán verða í Scarpa Omega, en þeir eru 716 grömmum léttari parið en Scarpa Vega (Inverno) sem Helgi og Steppo klifra í. Þetta fæst aðallega með mjög léttum innrisokk (114 grömm stykkið) sem er hitaður og fittaður þannig á fótinn. Þetta vorum við að dúlla okkur við í dag.

Einn ég sit og sauma
Kvöldið fór svo í saumaskap á Malarhöfðanum, en Aggú (?) vinur hans Steppo leyfði okkur sampla það aðeins. Þetta gekk nú aðeins brösulega fyrst en við náðum þokkalegum tökum á saumaskapnum, og síðustu tilraunirnar litu bara ágætlega út.



Fínt að kunna þetta, þó að við vonum náttúrulega að við þurfum ekki að láta reyna á hæfnina.

Planið á morgun
Nú er UNDIRbúningur kominn í YFIRgír. Planið á morgun;

10: Útilíf - festa kaup á skrilljón pökkum af þurrmat og ýmsum búnaði sem enn vantar
12: Kíkja í R. Sigmundsson og taka stöðuna á VHF stöðvum og GPS
14: Cintamani - tékka á búnaði
16: Beco - vantar m.a. batteríhaldara fyrir Canon
17: Kaupa lyfin
19: Hittast með draslið (eða það sem er reddí af því) og byrja aðeins að pakka og skoða.
Búnir að fá sólarsellurnar á burðardýrið okkar. Vona svo bara að bakpokinn minn fari að skila sér.

Good times...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home