Reddingar og bakpokavesen
Lyfjaval eru miklir öðlingar, gáfu okkur mjög góð kjör á lyfjunum í dag. Fáum þau í hendur á mánudag.
Útilíf
Kláraði Útilíf að mestu í dag, keyptum meðal annars North Face dúnara fyrir Helga og mig, með hettu, ógegnumstungna og 700 fillpower (28 grömm af dúni af þessum gæðum fylla 700 rúmtommur, hærra gildi = betra). Mín er reyndar það eina sem var ekki komið. Keyptum líka smá Mountain House til að fá fjölbreytni í matarræðið, en aðallega verðum við með Real Turmat. Ýmislegt smálegt í viðbót gerði 200 þúsund kall í heildina, en Raggi í Útilífi gat sem betur fer gert eitthvað smá fyrir okkur. Raggi fær props.
Eilífðarmál
Bakpoka fokk er komið í nýjar hæðir, mgear.com klikkuðu um síðustu helgi og komu pokanum ekki á félaga minn í Florida á réttum tíma, klikkuðu svo aftur þegar þeir sendu í rangt fylki fyrir seinni tilraun. Nú er ég að reyna að fá megaflottan poka frá bentgate.com, Acrux frá Arc'teryx, mjög spennó. Kemur kannski á mánudaginn. Annars er ég í rugli.
Sólarrafhlöður
Load sellurnar okkar komnar í hús, og mönnum brá í brún þegar við fengum fjögur stykki í stað einnar sem við borguðum fyrir. Óvæntur bónus.
Á morgun
Talstöðvar og GPS á morgun, kíkja í Beco. Þurfti að vinna lengur en planað var í dag, þannig að minna varð úr deginum í dag. Síðan komu nokkrir vinir í grill, óformlegt kveðjupartý, sem var eðal.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home