Monday, June 26, 2006

Vesen í Hindu Kush

Var að rekast á frétt um að Hindu Kush hefði verið lokað núna um helgina af yfirvöldum í Pakistan. Þetta er ekki fjallgarðurinn sem við erum að fara í, en ekki svo langt í burtu. Vonum að þetta verði ekkert vesen, svo sem ekkert sem gefur það til kynna. Okkar maður í Pakistan hefur ekkert látið heyra í sér.

Dúnúlpa = klúður
Annars vorum við á þönum í allan dag að græja hluti. Dúnúlpan mín klúðraðist hjá Útilíf og ég sendi vondar bylgur til starfsmanna sérvörulagersins þeirra sem drulluðust ekki til að senda úlpuna mína til Ragga í Kringlunni í dag. Ég ætla að senda þeim smá hatur í hvert skipti sem mér verður kalt næstu 3 mánuði.

Bakpoki = klúður
Bakpokatilraun #10 klúðraðist líka, þrátt fyrir að öðlingurinn hann Kristinn vinnufélagi minn hafi gengið 30x lengra í að aðstoða mig með þetta en ég hef kynnst áður hjá nokkrum manni. Frábært að fá svona góða hjálp í lokastressinu, þó að þetta hafi ekki gengið á endanum. En það er eitt tromp í viðbót á hendi.

Annars mun ég klifra með 55L Black Diamond Shadow og plástra á hann 2 hliðarhólfum af gömlum Karrimor sem ég á. Vonum að það gangi.

Svo er bara mæting í hús HSSR kl. 04:40 í fyrramálið. Fyrsta alpastart ferðarinnar af mörgum. Jakk...

2 Comments:

Blogger PSP said...

This comment has been removed by a blog administrator.

7:00 PM  
Blogger PSP said...

Góða ferð kappar! Sendi ykkur góða strauma frá nágrannalandinu Afghanistan :)

7:09 PM  

Post a Comment

<< Home