Ferðalagið hafið.
Nú eru strákarnir lagðir af stað. Þeir flugu til London í morgun og fljúga áfram í kvöld til Islamabad í Pakistan. Ég hitti þá í gær og þá var undirbúningi að ljúka og þeir orðnir spenntir að komast af stað.
Strákarnir munu hringja heim reglulega og færa okkur fréttir af gangi mála. Ég og Tinni, bróðir Sissa, munum sjá um að koma upplýsingunum á framfæri, bæði hér á síðunni og með tölvupósti til ættingja og vina. Verið óhrædd við að nota athugasemdadálkinn til að spyrja spurninga eða senda strákunum kveðju.
Kveðja,
Andri Bjarnason (AB)
Strákarnir munu hringja heim reglulega og færa okkur fréttir af gangi mála. Ég og Tinni, bróðir Sissa, munum sjá um að koma upplýsingunum á framfæri, bæði hér á síðunni og með tölvupósti til ættingja og vina. Verið óhrædd við að nota athugasemdadálkinn til að spyrja spurninga eða senda strákunum kveðju.
Kveðja,
Andri Bjarnason (AB)
1 Comments:
Ég heyrði í piltunum á Heathrow í gær og hljóðið var gott. Það ber vott um hversu drengjunum var létt við að komast af stað að helsta áhyggjuefnið var ekki lengur bakpoka-vandræði heldur skortur á góðum "chippie"-um á flugvellinum. Bæði Stebbi og Sissi tókum þessum sið breta fagnandi þegar þeir heimsóttu mig sl. sumar en Helgi hefur um árabil verið veikur fyrir vel "batteraðri" ýsu. Ekki fer sögum af smekk Hálfdáns í þessum efnum.
Góða ferð drengir!!!
Halli
Post a Comment
<< Home