Thursday, June 29, 2006

Ökuferð og VISA

Jæja, piltarnir fóru á flakk í dag og keyrðu til Murree, sem er einhversstaðar í fjöllunum nærri Islamabad. Þar var aðeins viðráðanlegra hitastig fyrir föla Íslendinga. Nú eru þeir á heimleið og stýrir Helgi fararskjótanum, vinstra megin á veginum eins og lög gera ráð fyrir í Pakistan. Hann ætti nú ekki að eiga í vandræðum með það blessaður, enda með bretablóð í æðum sínum.

Einnig bárust mér skondin boð frá þeim köppum um að þeir hefðu lent í enn frekari vegabréfavandræðum. Hefst nú tilvitnum í smáskilaboð frá Hálfdáni: ,,Jæja, svo var það meira VISA-vesen i morgun thvi thad er svo absurd ad vid thurfum i raun ekki VISA." Tilvitnun lýkur.

Hvað þetta þýðir vita bara strákarnir, útlendingaeftirlitið í Pakistan og Guð.
Ég geri samt fastlega ráð fyrir að þeir séu að ekki að ræða um krítarkortin sín.

Kveðja,

AB

0 Comments:

Post a Comment

<< Home