Monday, July 17, 2006

Aðlögunarferð, geitahirðir og kokkur með matareitrun

Eins og til stóð, fóru strákarnir upp í Punji Pass, sér til aðlögunar og yndisauka. Þar fóru fram vísindalegar tilraunir á búnaði piltanna, enda hlutfall vísindamenntaðra í hópnum ansi hátt. Gangan niður í grunnbúðir var óskemmtileg, éljagangur og snjóflóðahætta og þungt göngufæri. Þeir fengu svo óvænta heimsókn þegar Frakki nokkur kom til þeirra eftir að hafa snúið við á einhverri gönguleið sem lokaðist vegna veðursins. Hann hélt svo sína leið.

Daginn eftir var hvíldardagur.

Í gær pökkuðu strákarnir fullt af drasli í bakpokana og héldu aftur upp fjallið. Þeir settu upp aðrar búðir í 4500 m og gistu þar. Í morgun gengu þeir 300 m ofar, skildu þar eftir tjald fyrir síðari ferðir og gengu svo upp fyrir 5000 m til að ná sem mestri aðlögun í ferðinni. Síðan var haldið niður í grunnbúðir. Þá kemur til sögunnar geitahirðir nokkur pakistanskur, sem kom til strákanna og bar sig heldur aumlega. Hann hafði dottið og skorið sig á fingri. Sissi brá sér í latexhanskana og gerði að sárum hirðisins sem varð himinlifandi yfir þessum móttökum. Já, menn hætta ekkert að vera björgunarsveitakappar þótt þeir fari til Pakistan að klifra.

Á morgun ætla drengirnir að hvíla sig en halda svo aftur uppeftir daginn eftir.

Í öðrum fréttum er það helst að kokkur strákanna er með matareitrun og það af eigin mat. Ekki traustvekjandi.
Einnig má nefna að strákarnir eru orðnir vel útiteknir, jafnvel sólbrenndir og stefna ótrauðir á að koma heim með "maximum tan."

Næstu tvær vikur tekur Tinni (bróðir Sissa) við fréttaflutningi af strákunum. Ég þarf nefninlega líka að ná í maximum tan, reyndar bara á Spáni.

Kveðja,

AB

Thursday, July 13, 2006

Komnir upp i basecamp.

Nú eru strákarnir komnir upp í grunnbúðir, skammt neðan við Punji Pass. Búðirnar liggja í 3700 m hæð þar munu piltarnir hafa bækistöðvar næstu 40 daga. Þarna er meiri hitasveifla milli dags og nætur og veðrið óútreiknanlegra en fyrr í ferðinni. Á leiðinni uppeftir í gær var hitinn um 25 °C, en þegar strákarnir hringdu áðan var hitinn um -2 °C, mikil snjókoma og rúmlega 20 cm jafnfallinn snjór yfir öllu.

Ferðalagið uppeftir var eftirminnilegt, hvorki meira né minna en 22 burðarmenn auk 5 asna sáu um að bera búnaðinn á áfangastað. Miðað við þann búnað sem strákarnir tóku með sér, þá er ljóst að hver og einn burðarmaður hefur varla borið mikla þyngd, því það voru nú engin ósköp. En líkt og Sissi skrifaði hér fyrir stuttu, þá snýst þetta líklegast um atvinnusköpun fyrir heimamenn. Þó er hugsanlegt að piltarnir hafi farið að mínum ráðum og tekið með í ferðina bensínknúna rafstöð, örbylgjuofn, 1944 réttina (fyrir sjálfstæða Íslendinga, líka í Pakistan) og 42" plasma sjónvarp fyrir HM áhorf. Þá hefur væntanlega ekki veitt af þessum burðarmannaher. Maður veit ekki...

En að öllu gríni slepptu þá var hljóðið í þeim gott og hyggjast þeir ganga upp í Punji Pass (4700 m) á morgun. Daginn eftir ætla þeir að tjalda þar fyrir ofan og aðlagast þunna loftinu betur. Og fyrst minnst er á tjöld, þá eru þau víst heldur bágborin tjöldin sem Razaq (eða Rassi, eins og strákarnir kalla hann) fjallaþjónustufrömuður útvegaði strákunum. Það bókstaflega rigndi í gengum þau í nótt sem leið og voru þeir kappar heldur fúlir með það. En þetta stendur víst til bóta.

Þeir félagar hringja svo aftur heim innan skamms og færa okkur fréttir af fleiri ævintýrum.


Kveðja,

AB


--www.alpaklifur.blogspot.com--- Síðan sem allir eru að tala um.

Sunday, July 09, 2006

Hvild eftir ævintyri a Pololeik

Strákarnir hringdu heim í dag. Þeir eru nú við afslöppun í bænum Darkot (ábyrgist ekki stafsetningu á sérnöfnum) í Yasing dal. Eins og til stóð fóru þeir á pólóleikinn fræga í Shandur Pass, en sá staður er í 3800 m hæð. Þetta var ekki tíðindalítill viðburður því þegar leikar stóðu sem hæst varð uppþot meðal áhorfenda, en þeirra á meðal var Pervez Musharraf, forseti Pakistan. Einhverjir meðal áhorfenda töldu sig finna jarðskjálftakipp og við það fór allt úr skorðum, áhorfendur hlupu út um allt, m.a. inn á völlinn. Öryggisgæslan var ströng vegna viðveru forsetans og beitti lögreglan talsverðu harðræði við að koma ró á mannskapinn. Heyrðist mér Steppo segja í gegnum gervihnattasímann að að lögreglan hafi notað bambusprik til að pota í mannskapinn! Piltarnir sluppu þó við bambusstungur og högg og prísuðu sig sæla, enda telst það stórlega ofmetin reynsla að vera barinn með bambus.

Steppo sagði stemmninguna hjá þeim vera fína fyrir utan magakveisu sem eitthvað hefur hrjáð Helga og Sissa. Strákarnir eru líka fegnir að hafa lokið jeppaferðalögum um stund, þeir voru orðnir hundleiðir á að hossast í fleiri tíma á erfiðum vegum. Hitinn hjá þeim er viðráðanlegur núna, um 25° C en var yfir 30° C á pólóleiknum, og það í 3800 m hæð.

Nú munu þeir hvílast í tvo daga og halda svo upp í grunnbúðir við Punji Pass. Þar skammt frá er Punji Peak, tæplega 6000 m tindur sem þeir hyggjast reyna sig við.

Nú fer púlið að taka við, fylgist með!

Kveðja,

AB

Friday, July 07, 2006

Trekkid buid - alvara lifsins tekur vid

Erum snunir aftur til Chitral eftir vidburdarika ferd.

Hofum leikinn a thvi ad kynnast Kalasha aettbalknum eilitid. Thetta er rumlega 3000 manna byggd i thremur afskekktum dolum nalaegt landamaerum Afganistan. Otrulega magnad ad sitja a verondinni vid grjotkofa med folki sem litur ut fyrir ad vera ur fornold. Allir otrulega vinalegir, meira ad segja Afganir sem vid hittum sem voru ad laeda ser yfir landamaerin og heilsudu okkur Ispatha Baya (abyrgist ekki stafsetningu), eda Godann daginn brodir. Thar fell enn ein steriotypan i bodi CNN.

Eftir tvo daga i thorpinu Grom heldum vid i 4 daga gonguferd um Rumbur dal og Chitral Gol thjodgardinn. Trekkid er fin adlogun, enda forum vid haest i 3700 metra. Pakistanar hafa adeins adrar meiningar um 'lett er rett', sem felur i ser ad burdast med steinoliueldavel ofan a grind ur stali, med 20 litra staltanki, steinoliulukt, staldiska, kokukefli, nokkra bakka, slatta af pottum og ponnum og fleira naudsynlegt. Labbinestid er olifur i glerkrukku, hnetusmjor, tunfiskur i dos, nidursodnir avextir og fleira sem er thaegilegt ad bera.

Thetta er natturulega mjog atvinnuskapandi, thar sem thu tharf nokkur hraustmenni til ad bera allt thetta drasl.

Thurrmatur er lika annad concept her, menn taka bara nokkrar haenur med i pappakassa og slatra eftir hendinni.

Maturinn er strax ordinn helviti leidinlegur, samanstendur af chaibatti (?) sem er einskonar bland af flatkoku og nan braudi og bragdast eins og vara fra Kassagerdinni. Sidan eru grjon i tonnatali, baunasull og endalaust te med ollu. id spurdum nokkra herna i Chitral hvort thad vaeri sens ad redda einhverju odru i kvoldmat i kvold, thar sem vid erum ad fara ad eta thetta drasl naestu 40 daga, en thad er ekki sens. 'Pizza, hvad er thad?' En vid erum natturulega bara snobbadir bleiknefjar, bunir ad missa thad a 10 dogum ;)

Polo og basecamp
Leggjum af stad i fyrramalid a pololeikinn ogurlega i Shandur skardi (3800 metrar ca) og sidan keyrum vid til Darkot, thadan sem vid leggjum upp i base camp. Thad a vist ad vera dagleid, en vid erum bunir ad laera ad allt sem locallinn segir er bull. 'One maybe one and a half hours'. Margfaldist med fimm.

Campurinn okkar verdur vid Punji Pass, en vid aetlum ad byrja a ad skoda Punji Peak sem er 59** metrar.

Annars dettum vid alveg ut af kortinu nuna naestu 40 daga. Verst er ad geta ekki postad myndum herna, en velbunadur og nettenging bydur ekki upp a thad. Frumstaedara en i Breidholtinu.

Andri mun lemja eitthvad inn fyrir okkur a medan vid erum a skuggasvaedinu og vid reynum ad henda inn myndum thegar vid komum nidur. Svo verdur natturulega sver myndasyning vid heimkomu.

Leiter,
Sissi og Helgi

Tuesday, July 04, 2006

Fjallganga i Chitral Gol

Strákarnir hringdu í dag úr gervihnattasímanum og kváðust vera vel stemmdir uppi í fjöllunum í Chitral Gol þjóðgarðinum. Þeir eru búnir að ganga mikið í dag, hækkuðu sig um 1400 m, upp í 3200 m.y.s. Þeir vörðu síðustu tveimur dögum í menningarskoðun í Kalasha dölunum, enda stórmerkilegt fólk sem býr á þessum slóðum og saga þess áhugaverð.

Næstu daga halda þeir áfram á þessari göngu, meðal annars yfir fjallaskarð í tæplega 4000 m hæð og enda svo á bílferð aftur til Chitral. Svo styttist í að haldið verði upp í fjöllin fyrir alvöru, upp í grunnbúðir þaðan sem piltarnir ætla að klífa ýmis fjöll.

Í dag er um 37 °C í Islamabad en töluvert svalara þar sem strákarnir eru núna. Hálfdán tjáði mér að á kvöldin kólni nokkuð, þannig að það er víðar en á Fróni sem sumarnætur (allavega sumar sumarnætur:) eru kaldar.

Tæknin sem gervihnattasíminn byggir á býður kannski ekki upp á fjörlegar samræður um verðbólgu og pólítík, en virkar engu að síður vel og strákarnir munu láta heyra í sér aftur von bráðar.

Stay tuned! Eða eitthvað...

Kveðja,

AB

P.S.

Sissi vildi koma því á framfæri að þeir eru ansi nærri landamærum Afghanistan. Þeir áttu þó síður von á að vera þvælast eitthvað þangað yfir...:)

Sunday, July 02, 2006

Komnir til Chitral

Godan og blessadan daginn godir halsar.

Eftir reddingar og innkaup i Islamabad asamt sma turistaleik med Muhammad Ali vini hans Helga okum vid af stad upp i fjollin i gaer. Thetta var frekar brutal 14 tima ferdalag hingad upp til Chitral, thar sem vid sjaum Tirich Mir, haesta fjall Hindu Kush fjallgardsins ut um hotelgluggann, adeins yfir 7700 metrana.

Vid erum ad leggja af stad upp i Kalasha dalina, en thar byr aettbalkur sem er med eigin tru, bla augu og ljost horund. Thau segjast vera afkomendur hermanna alexanders mikla. Thar aetlum vid ad chilla i 2 daga og skoda okkur um, en gongum sidan thadan i 4 daga trek um Chitral Gol thjodgardinn. Forum haest i 3800 metra og verdur thetta hin finasta adlogun.

Savedid herna er i NV Pakistan, rett vid landamaerin hja theim sem ma eigi nefna her, og raekta fullt af poppy.

Menningin
Folkid her i Pakistan er yfir heildina mjog naes, allir til i ad hjalpa manni og afskaplega litid bogg. Tho ad her seu vissulega betlarar og bilruduthvottafolk vida i storborgum, eru engir svona ofvirkir teppasolumenn ad elta mann a rondum eins og maetti halda. Segja ma ad su mynd sem malud er af thessu svaedi i fjolmidlum eigi ser enga stod i raunveruleikanum.

Ad thvi sogdu er margt frabrugdid. Hitinn er mikill til rosalega mikill, fataekt er talsverd og umferdin er mognud upplifun. En meira um thad sidar, vid erum nuna a 33,6 upphringisambandi thannig ad myndir verda ad bida betri tima.

Reynum ad tekka inn eftir 6 daga thegar vid komum ur trekki, en sidan er thad pololeikur i Shandur Pass, sa haesti i heimi, og eftir thad forum vid upp i base camp - heimili okkar fram i midjan agust.