Tuesday, August 15, 2006

Svitnad i sidmenningu

Eftir dvolina i Gilgit leigdum vid okkur rutu til ad skutlast til Peshawar. Vid vissum ad thetta yrdi long keyrsla en ooo boy. Okum ad miklu leiti Karakoram Highway sem var byggdur a sjounda og attunda aratugnum i samvinnu Pakistana og Kinverja. Her i Pak er thetta verkfraedilega afrek hyllt sem attunda undur veraldar, thar sem hann sniglast um snarbrattar fjallshlidarnar 1000 metra fyrir ofan Indusfljotid.

Verkfraedilegt afrek er skarri lysing. Kannski undur i mesta lagi. Veraldar er orlitid ofaukid.

20 timar a dag koma maganum i lag
Thessi ferd var alveg vidbjodsleg og Stefan aeldi eins og mukki med godu samlaeti kokksa, sem var ekki veikur af eigin mat i thetta skiptid. 20 tima bilfer i 40 stiga hita er bara ekki svo hressandi. Og vegurinn natturulega eins og godur fjallvegur, engin hradbraut sem sagt.

Afangastadurinn var Peshawar, sem er klarlega klikkadasta borgin sem vid hofum heimsott her. Umferdin er snar, thar aegir saman ofurskreyttum Bedford rutum og vorubilum, hestvognum, motorhjolum og Rikshaw (ek. motorhjol med segli yfir - taxarnir a stadnum sem menga eins og eiturefnaverksmidja). Pakistanar eru afar rolegir ad edlisfari, sbr. vidbrogd vid festum i skridunum.

Thegar their eru komnir undir styri breytast their i bandvitlausa rallokumenn. Og flautan er bara med ON/OFF stillingum. OFF stillingin hlytur reyndar ad vera bilud. Og vegna thess ad allir nota flautuna svo mikid eru flestir bunir ad breyta theim, thannig ad a gotunum hljoma logreglusirenur, filsoskur eda thadan af verra.

Mengunin og hitinn baedi obaerileg en samt eitthvad heillandi vid borgina. Gaman ad rolta um basarana og sja hvad er i bodi, folkid mjog vinalegt og allir spyrja "how are you", sem virdist vera ISO 9001 setningin til ad hamra a utlendina. Thetta heyrir madur 999 sinum a dag.

Kikt til Afghanistan
Vid hofum natturulega mikla thorf til ad vera sem naest Petri Steini felaga okkar, thannig ad ollum radum er beitt.

Til thess ad skoda einu leidina yfir landamaeri Afghanistan a thessum slodum, og sjalfsagt tha mest notudu, thurftum vid ad koma vid a 3 stodum. 1) Til ad leigja bil og ganga fra gjaldi 2) til ad borga Afridi tribal logreglunni leyfisgjald, fa utgefid leyfi og saekja vopnada tribal vordinn okkar sem kom med og 3) til ad ljosrita allt i 3 riti. Ad reka ljosritunarvel er serstakur bransi herna, eins og ad eiga sjoppu. Og allir eru vitlausir i ljosrit. Alltaf tharf leyfi og ljosrit.

Thannig er mal med vexti ad Khyber pass er inni a aettbalkasvaedi, eins og storir hlutar af Nordur-Pak. Thar gilda log landsins adeins a veginum og 10 metra til sitthvorrar hlidar. Utan thess gilda aettbalkalog, thar raedur rad oldunga. Thar geta menn att von a "trial by fire" eins og segir svo skemmtilega i ferdabokinni okkar. Thvi er snjallt ad taka vord med AK 47

Landamaerin voru svo sem ekki merkileg, adalega ferdalagid og umstangid i kringum thetta. Fyndid ad sja tolur a haedunum tharna i kring, 1-2-3 osfrv., thid thekkid thetta. Thaer takna "Durand linuna", en thad er nafn mannsinns sem teiknadi upp landamaerin. Staersta utgafa af landakorti sem eg hef sed, 1:1. Einnig ad sja hus Afridi folksins, sem eru virki, med 8 metra haum virkisveggjum, virkishlidi og vardturnum. Hver fjolskylda byr i storu virki. Skyldi hafa verid einhver ofridur tharna? Hugsanlega, thvi a leidinni til baka saum vid 2 smastraka med AK-47 alsjalfvirka hermannariffla.

New York hustler
Ef Ice T (isl. Iste) hefdi faedst i Peshawar hefdi hann eflaust sungid um Peshawar hustler. I stad hans a Peshawar hann Hassan okkar. Og i stad rapptonlistarinnar og klikumorda stundar hann ad gaeda (og lett ad hossla) ferdamenn.

Vid hittum strakinn a vappinu hja moskunni og hann baudst til ad syna okkur gamla baeinn. Enn stendur tharna moska sem er ad mestu leyti fra 1670 en flestar eldri minjar tharna, sem na aftur til Mughal timabilsins, eru bara einn veggur her og thar a stangli. A tessu svaedi hafa reglulega rudst yfir hressustu stridsmenn hvers tima og rustad borginni.

Hassan kallinn var frodur um borgina og baud af ser godan thokka thannig ad vid settumst nidur med honum og fengum okkur tebolla. Undirstungum hann sidan med hlut sem okkur langadi virkilega ad sja...

DARRA ADAM KHEL - BYSSUBORGIN
Hassan var ekki alveg a thvi ad fara med okkur thangad. Opinbera turistabatteriid hlo ad okkur thegar vid spurdum hvort vid gaetum farid til byssuborgarinnar. Ekki fyrir $500 var svarid. Borgin er buin ad vera algjorlega lokud utlendingum sidustu arin og er inni a aettbalkasvaedi.

I lok 19. aldar fludi byssusmidur sem hafdi komist i kast vid login inn a aettbalkasvaedin til ad sleppa undan rettvisinni. Hann endadi i Darra og kenndi heimamonnum idnina. Sidan tha hefur adeins eitt verid framleitt i Darra: Byssur.

Borgarbuar framleida um 800 skotvopn a dag. Thau foru adur i talibanana, en nu fara thau til skaerulida i Afghanistan og "frelsishermanna" i Kashmir, sem lata Indverska herinn kenna a thvi. Tharna ma fa AK-47, einnig haglabyssuutgafu af thessari gedthekku russnesku byssu, skammbyssur eins og Barretta og Gloch, haglabyssur med skammbyssuskefti og fleira skemmtilegt.

Ibuarnir vinna hver sinn hluta af akvednu skotvopni a litlum 2-3 manna verkstaedum, svo er thetta allt sett saman a samsetningarverkstaedum. Ansi vel skipulagt og utkoman hreint otruleg, litur ut eins og byssa ur budinni.

Vegatalmar og dulbuningar
Vid hittum Hassan daginn eftir, hann var buinn ad graeja bil fyrir okkur og setja skerma i rudurnar svo vid saejumst ekki a vegatalmum. Stebbi var settur i annan thjodbuning, eda Shalwar Kameez, thvi ad hans var ekki nogu ekta fyrir svaedid. Helgi fekk hatt og arabaklut um hausinn. Vid aefdum soguna ef loggan stoppadi okkur: vid vorum a leid til Kohat ad skoda breska kirkjugardinn. Thad eru gong a leidinni.

Spennan la i loftinu a leidinni. A einum timapunkti var loggan ad labba ad bilnum, en bilstjorinn smeygdi ser listilega a bakvid annan bil og framhja. Thegar vid komum til Darra byrjudum vid a thvi ad muta aettbalkaloggunni og drekka te med theim. Sidan roltu their med okkur um pleisid og syndu okkur allt, vopnadir (ju thid gatud ykkur rett til) AK-47.

Thad var otrulega gaman ad kikja til Darra, og ekki skemmdi fyrir thessi otrulega 12 ara straka tilfinning ad vid vaerum ad gera eitthvad sem vid maettum ekki. Tho ad afleidingarnar hefdu ekki verid reidur kennari, heldur Pakistanskar loggur ad berja okkur i hardfisk.

Smyglarabasarinn - langar ykkur ad sja heroin?
Hassan sannfaerdi okkur um ad thad vaeri ekki oruggt ad fa ad skjota i Darra, thvi ad aettbalkaloggan tvofaldadi agodann med thvi ad lata Pakistan logguna vita. Thvi skelltum vid okkur a Smyglarabasarinn ad profa AK-47. Tharna er haegt ad fa allt milli himins og jardar, raftaeki, mordtaeki, hreinsiefni, fikniefni, skriddreka og eldspuandi dreka.

Thar settumst vid inn i hassbullu thar sem geymd voru fleiri kilo af slikum efnum, hja fraenda Hass-ans. Tharna foru 10 solur fram fyrir framan nefid a okkur en okkur leist ekki a blikuna thegar gaurinn spurdi "viljid thid sja heroin?".

Loks kom fraendinn med AK byssuna sina (thetta er kaflinn thar sem menn reyndu ad hossla okkur sko) og sagdi ad vid yrdum ad kaupa heilt magasin. Thad heldur 40 skotum, og skotid skyldi kosta 100 kall. Thad jafngildir 40.000 ISK leidrett fyrir verdlagi (x10). Vid settum upp sma leikthatt thar sem eg vildi fara. Thetta er allt hluti af prutt processinum her.

A endanum fengum vid kulunum faekkad um helming, en enn a thessu faranlega verdi. Akvadum ad thetta vaeri god saga og thvi thess virdi. Thetta var nu bara eins og ad skjota ur einhverjum 22 cal. riffli, otrulega litid sem gerist. En fyndid ad standa inni i porti fullu af smyglvarningi, a svaedi thar sem engin log gilda, vid hlidina a fikniefnasala og skjota upp i loftid af russneskum hermannariffli.

Eftir thessi aevintyri var ordid timabaert ad skoda nyja borg. Nu var "luxusinn" malid og tekin VIP ruta til Lahore. I henni faer matur halfa samloku, thad er loftkaeling og i hverjum 2 saetum sitja adeins 2, ekki 17. Sem er afar ovenjulegt.

Bleiknefjarnir missa sig
Nu erum i godu yfirlaeti hja Mouhammad Ali vini hans Helga her i Lahore. Naestu dagar verda notadir i ad skoda okkur um. Thetta er miklu vestraenni borg en thaer sem vid hofum sed i Pakistan. Thannig sjast stelpur uti a gotu herna (gulp!!!) og jafnvel yfirleit ekki med hulid andlitid. Hvad er ad verda um thennan heim?

Her faest is sem ma borda, kaffi og fleira godgaeti. Vesturlandabuarnir eru ad missa sig og hafast vid i loftkaelingu med is i annarri og is i hinni.

Fridur,
Sissi

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ráfaði inn á CNN.com þar sem var viðtal við einhvern CIA-gaur sem hafði þetta að segja um bin Laden

"And now he's believed to be in the North-West Frontier province of Pakistan. There is a sense that he might be in a northern area of the North-West Frontier province in an area called Chitral"

Þannig ef þið bregðið ykkur aftur til Chitral er aldrei að vita nema að þið náið að fullkomna ferðina með einni hópmynd :)

1:20 PM  
Blogger AB said...

Einn mesti snilldarpistill sem ég hef lesið um mína daga!

4:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Krapp - thad hefdi nu verid gaman ad heilsa upp a kallinn. Vid tvaeldumst ut um allt tharna.

7:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Borkur - vid forum i sma rannsoknarvinnu og fundum ut hvernig tu segir fardu ad grenja;

"Rou baith ker." (Borid fram "ro batt karr" a astkaera ylhyra)

Thetta segir okkar madur ad utleggist lauslega: "Sit and cry"

Hils,Sissi

7:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Góðir! Nota það næst, það veldur kannski minna veseni en orginalinn :)

5:45 PM  

Post a Comment

<< Home