Sunday, August 27, 2006

Nokkrar myndir

Skoda mega myndirNu eru drengirnir farnir heim, thad er Helgi og Halfdan, og vid hjonin einir eftir herna. Tad er Sissi og Steppo. Loggur sidustu daga verdur ad koma sidar, thvi nu erum vid ad hoppa upp i lest fra Delhi til Jodphur. Thar eru einmitt flod thessa dagana og i naesta bae, Balmar (?), letust rumlega 80 manns i vikunni. Alltaf nog af rugli i gangi i thessum heimshluta.

En tidindi dagsins eru ad okkur tokst ad finna XP vel med saemilegri tengingu og henda inn sma synishorni af myndum. Njotid vel.

Eg vil svo benda a ad islensk hegningarlog lita thad strongum augum thegar bloggsidur og myndasidur eru skodadar an thess ad skilin seu eftir comment. Skamm skamm!

  • Tekka a flottustu myndum sidan i Nam


  • Hils,
    Sissi og Steppo

    Monday, August 21, 2006

    Bleiknefjar i Indlandi

    Timinn i Lahore for ad talsverdu leiti i reddingar. Graeja plasttunnur (nei - thetta er ekki leidangur og thvi til sonnunar keyptum vid APPELSINUGULAR plasttunnur), og flutning a 150 kg. af klifurdrasli og bunadi til lands iss og elda.

    Vid Steppo tokum letta magapest heima hja Ali, lagum tharna inni a heimili thessarar fraebaeru Pakistonsku fjolskyldu eins og slytti. Allt til ad kotta, vid verdum ad lukka vel thegar vid komum heim. Lykillinn ad megruninni er ad kaupa is ur vel einu sinni i viku og tha stoppar ekkert i maganum. Thad sem staldrar ekki vid I maganum sest ekki A magann.

    Eins og ad anda i heita pottinum i Laugardag...
    Hitinn i Pak er kaefandi thessa dagana, 40 stiga hiti og 100% raki i bodi monsun timabilsins. Vid endudum a ad flyja a loftkaelt hotel.

    Nadum einum godum turistadegi i Lahore. Skodudum Lahore virkid, sem er ansi flott og elstu hlutarnir afar gamlir. Thad er a minjalista hja UN, en engu ad sidur er otrulega mikill sodaskapur tharna. Selt inn en menn virdast samt vera til i ad leggja haspennulinur i gegnum gardinn og hafa ruslahaug thar.

    Bordad var a fraegum veitingastad i rauda hverfinu sem heitir Coco's Den eda eitthvad slikt, rekinn af listamanni sem var sonur "Dancing girl", en svo nefnast glodu konurnar i landinu. Otrulegur tviskinnungur reyndar, thar sem truin bannar allt svona, ad thessi starfsstett fyrirfinnist i landinu.

    Landamaera battl
    Eftir thokkalegan mat var keyrt ut a Wagha landamaerin milli Pakistan (lands hinna hreinu) og Hindustan (lands Hindua, Indlands). Thar hafa fanaathafnir landamaeravardanna landana throast ut i hreina gedveiki.

    Menn klaedast rosalegum buningum, ganga gaesagang fram og til baka thannig ad their nanast sparka i hausinn a sjalfum ser og vidhafa allskonar ognandi tilburdi. Oll athofnin er algjorlega speglud sitthvoru megin vid girdinguna af landamaravordum hvors lands. Thetta er mjog fyndid, thjodarleg tonlist a fullu blasti, ahorfendur hvoru meginn oskra til studnings sinum monnum. Vid oskrudum Pakistan sindabad (?), eda "the great". Gamlir kallar med Pakistan fana hlupu fram og til baka og steyttu hnefana reidilega til ovinarins i austri. Hin besta skemmtun sem ohaett er ad maela med.

    Hver vill flytja cargo fyrir 50 ara gamlan mann?
    Fostudagurinn for i ad graeja cargo mal hja okkur Dana. Vid fundum loksins gaeja sem var til i ad bjoda okkur saemilegt verd i 150 kg., 309 kr. pr. kg. Eftir miklar samningavidraedur og sigarettureykingar inni a skrifstofu.

    Vid hofdum enga innflutningsskyrslu i hondunum svo vid mutudum tollinum til ad graeja eina slika. Dagurinn for i thetta og loks kl. 23 um kveldid var buid ad tollskoda hverja skituga flik, hverja pillu, smakka thurrmatinn, rifa upp svefnpokana og sleikja innleggin i skonum okkar svo eitthvad se nefnt. Thvilik og onnur eins tollskodun. Svo er bara ad bida og sja hvort dotid skilar ser heim.

    Nu erum vid opinberlegar bakpokarottur.

    Haldid til Hindustan
    Ali og fjolskylda voru kvodd med virktum og haldid yfir til ovinalandsins i austri. A landamaerunum mutudum vid tollinum annan daginn i rod, i thetta skiptid fyrir ad skoda EKKI dotid. Vid bara nenntum ekki ad standa i thvi og 50 kall a mann hljomadi vel.

    Sjokk ad koma yfir landamaerin. Fyrsti bjorinn i tvo manudi teygadur og konur a ferli ut um allt. Eg skil ekki hver leyfir thetta. Menningarmunurinn i thessum 59 ara adskildu tviburum er ansi mikill. Betlarar og solufolk herna megin er miklu agengara. Svo er eitthvad bolvad hvitt folk ad thvaelast her ut um allt. Oasaettanlegt.

    Hvitt er reyndar tiskuliturinn. Stelpurnar nota ekki brunkukrem heldur hvitukrem. Eda jafnvel bara frekar scary voru sem heitir skin bleach. Tu ert sko bara bondadottir ef thu ert brun. Ofnbokudu beyglurnar a Prada vaeru i mesta lagi nytilegar sem betlarar herna, gellurnar eru hvitari en Isfirdingur eftir hardan vetur. Reyndar lita stelpurnar i auglysingum og tonlistarmyndbondum ut fyrir ad vera evropskar frekar en Indverskar. Mikid er verid ad hringla i ykkur stelpur, madur a bara ad vera madur sjalfur ;)

    I Amritsar var Gullna hofid sidan skodad, magnadur stadur. Gullid hof sem stendur uti i midju vatni, umkringt thusundum pilagrima. Tharna hljomar Indverskur munkasongur allan daginn, otrulega roandi ad sitja tharna og slappa af. Ekkert areiti.

    Sidan burrudum vid til Deli i dag, sem tok allan daginn. Erum inni i "Litla-Tibet", hverfi med ormjoum gongugotum thar sem landflotta tibetar hafa komid ser fyrir. Fullt af godum kinverskum mat her. Bleiknefjar missa sig.

    Yfir og ut.

    Siz

    Tuesday, August 15, 2006

    Svitnad i sidmenningu

    Eftir dvolina i Gilgit leigdum vid okkur rutu til ad skutlast til Peshawar. Vid vissum ad thetta yrdi long keyrsla en ooo boy. Okum ad miklu leiti Karakoram Highway sem var byggdur a sjounda og attunda aratugnum i samvinnu Pakistana og Kinverja. Her i Pak er thetta verkfraedilega afrek hyllt sem attunda undur veraldar, thar sem hann sniglast um snarbrattar fjallshlidarnar 1000 metra fyrir ofan Indusfljotid.

    Verkfraedilegt afrek er skarri lysing. Kannski undur i mesta lagi. Veraldar er orlitid ofaukid.

    20 timar a dag koma maganum i lag
    Thessi ferd var alveg vidbjodsleg og Stefan aeldi eins og mukki med godu samlaeti kokksa, sem var ekki veikur af eigin mat i thetta skiptid. 20 tima bilfer i 40 stiga hita er bara ekki svo hressandi. Og vegurinn natturulega eins og godur fjallvegur, engin hradbraut sem sagt.

    Afangastadurinn var Peshawar, sem er klarlega klikkadasta borgin sem vid hofum heimsott her. Umferdin er snar, thar aegir saman ofurskreyttum Bedford rutum og vorubilum, hestvognum, motorhjolum og Rikshaw (ek. motorhjol med segli yfir - taxarnir a stadnum sem menga eins og eiturefnaverksmidja). Pakistanar eru afar rolegir ad edlisfari, sbr. vidbrogd vid festum i skridunum.

    Thegar their eru komnir undir styri breytast their i bandvitlausa rallokumenn. Og flautan er bara med ON/OFF stillingum. OFF stillingin hlytur reyndar ad vera bilud. Og vegna thess ad allir nota flautuna svo mikid eru flestir bunir ad breyta theim, thannig ad a gotunum hljoma logreglusirenur, filsoskur eda thadan af verra.

    Mengunin og hitinn baedi obaerileg en samt eitthvad heillandi vid borgina. Gaman ad rolta um basarana og sja hvad er i bodi, folkid mjog vinalegt og allir spyrja "how are you", sem virdist vera ISO 9001 setningin til ad hamra a utlendina. Thetta heyrir madur 999 sinum a dag.

    Kikt til Afghanistan
    Vid hofum natturulega mikla thorf til ad vera sem naest Petri Steini felaga okkar, thannig ad ollum radum er beitt.

    Til thess ad skoda einu leidina yfir landamaeri Afghanistan a thessum slodum, og sjalfsagt tha mest notudu, thurftum vid ad koma vid a 3 stodum. 1) Til ad leigja bil og ganga fra gjaldi 2) til ad borga Afridi tribal logreglunni leyfisgjald, fa utgefid leyfi og saekja vopnada tribal vordinn okkar sem kom med og 3) til ad ljosrita allt i 3 riti. Ad reka ljosritunarvel er serstakur bransi herna, eins og ad eiga sjoppu. Og allir eru vitlausir i ljosrit. Alltaf tharf leyfi og ljosrit.

    Thannig er mal med vexti ad Khyber pass er inni a aettbalkasvaedi, eins og storir hlutar af Nordur-Pak. Thar gilda log landsins adeins a veginum og 10 metra til sitthvorrar hlidar. Utan thess gilda aettbalkalog, thar raedur rad oldunga. Thar geta menn att von a "trial by fire" eins og segir svo skemmtilega i ferdabokinni okkar. Thvi er snjallt ad taka vord med AK 47

    Landamaerin voru svo sem ekki merkileg, adalega ferdalagid og umstangid i kringum thetta. Fyndid ad sja tolur a haedunum tharna i kring, 1-2-3 osfrv., thid thekkid thetta. Thaer takna "Durand linuna", en thad er nafn mannsinns sem teiknadi upp landamaerin. Staersta utgafa af landakorti sem eg hef sed, 1:1. Einnig ad sja hus Afridi folksins, sem eru virki, med 8 metra haum virkisveggjum, virkishlidi og vardturnum. Hver fjolskylda byr i storu virki. Skyldi hafa verid einhver ofridur tharna? Hugsanlega, thvi a leidinni til baka saum vid 2 smastraka med AK-47 alsjalfvirka hermannariffla.

    New York hustler
    Ef Ice T (isl. Iste) hefdi faedst i Peshawar hefdi hann eflaust sungid um Peshawar hustler. I stad hans a Peshawar hann Hassan okkar. Og i stad rapptonlistarinnar og klikumorda stundar hann ad gaeda (og lett ad hossla) ferdamenn.

    Vid hittum strakinn a vappinu hja moskunni og hann baudst til ad syna okkur gamla baeinn. Enn stendur tharna moska sem er ad mestu leyti fra 1670 en flestar eldri minjar tharna, sem na aftur til Mughal timabilsins, eru bara einn veggur her og thar a stangli. A tessu svaedi hafa reglulega rudst yfir hressustu stridsmenn hvers tima og rustad borginni.

    Hassan kallinn var frodur um borgina og baud af ser godan thokka thannig ad vid settumst nidur med honum og fengum okkur tebolla. Undirstungum hann sidan med hlut sem okkur langadi virkilega ad sja...

    DARRA ADAM KHEL - BYSSUBORGIN
    Hassan var ekki alveg a thvi ad fara med okkur thangad. Opinbera turistabatteriid hlo ad okkur thegar vid spurdum hvort vid gaetum farid til byssuborgarinnar. Ekki fyrir $500 var svarid. Borgin er buin ad vera algjorlega lokud utlendingum sidustu arin og er inni a aettbalkasvaedi.

    I lok 19. aldar fludi byssusmidur sem hafdi komist i kast vid login inn a aettbalkasvaedin til ad sleppa undan rettvisinni. Hann endadi i Darra og kenndi heimamonnum idnina. Sidan tha hefur adeins eitt verid framleitt i Darra: Byssur.

    Borgarbuar framleida um 800 skotvopn a dag. Thau foru adur i talibanana, en nu fara thau til skaerulida i Afghanistan og "frelsishermanna" i Kashmir, sem lata Indverska herinn kenna a thvi. Tharna ma fa AK-47, einnig haglabyssuutgafu af thessari gedthekku russnesku byssu, skammbyssur eins og Barretta og Gloch, haglabyssur med skammbyssuskefti og fleira skemmtilegt.

    Ibuarnir vinna hver sinn hluta af akvednu skotvopni a litlum 2-3 manna verkstaedum, svo er thetta allt sett saman a samsetningarverkstaedum. Ansi vel skipulagt og utkoman hreint otruleg, litur ut eins og byssa ur budinni.

    Vegatalmar og dulbuningar
    Vid hittum Hassan daginn eftir, hann var buinn ad graeja bil fyrir okkur og setja skerma i rudurnar svo vid saejumst ekki a vegatalmum. Stebbi var settur i annan thjodbuning, eda Shalwar Kameez, thvi ad hans var ekki nogu ekta fyrir svaedid. Helgi fekk hatt og arabaklut um hausinn. Vid aefdum soguna ef loggan stoppadi okkur: vid vorum a leid til Kohat ad skoda breska kirkjugardinn. Thad eru gong a leidinni.

    Spennan la i loftinu a leidinni. A einum timapunkti var loggan ad labba ad bilnum, en bilstjorinn smeygdi ser listilega a bakvid annan bil og framhja. Thegar vid komum til Darra byrjudum vid a thvi ad muta aettbalkaloggunni og drekka te med theim. Sidan roltu their med okkur um pleisid og syndu okkur allt, vopnadir (ju thid gatud ykkur rett til) AK-47.

    Thad var otrulega gaman ad kikja til Darra, og ekki skemmdi fyrir thessi otrulega 12 ara straka tilfinning ad vid vaerum ad gera eitthvad sem vid maettum ekki. Tho ad afleidingarnar hefdu ekki verid reidur kennari, heldur Pakistanskar loggur ad berja okkur i hardfisk.

    Smyglarabasarinn - langar ykkur ad sja heroin?
    Hassan sannfaerdi okkur um ad thad vaeri ekki oruggt ad fa ad skjota i Darra, thvi ad aettbalkaloggan tvofaldadi agodann med thvi ad lata Pakistan logguna vita. Thvi skelltum vid okkur a Smyglarabasarinn ad profa AK-47. Tharna er haegt ad fa allt milli himins og jardar, raftaeki, mordtaeki, hreinsiefni, fikniefni, skriddreka og eldspuandi dreka.

    Thar settumst vid inn i hassbullu thar sem geymd voru fleiri kilo af slikum efnum, hja fraenda Hass-ans. Tharna foru 10 solur fram fyrir framan nefid a okkur en okkur leist ekki a blikuna thegar gaurinn spurdi "viljid thid sja heroin?".

    Loks kom fraendinn med AK byssuna sina (thetta er kaflinn thar sem menn reyndu ad hossla okkur sko) og sagdi ad vid yrdum ad kaupa heilt magasin. Thad heldur 40 skotum, og skotid skyldi kosta 100 kall. Thad jafngildir 40.000 ISK leidrett fyrir verdlagi (x10). Vid settum upp sma leikthatt thar sem eg vildi fara. Thetta er allt hluti af prutt processinum her.

    A endanum fengum vid kulunum faekkad um helming, en enn a thessu faranlega verdi. Akvadum ad thetta vaeri god saga og thvi thess virdi. Thetta var nu bara eins og ad skjota ur einhverjum 22 cal. riffli, otrulega litid sem gerist. En fyndid ad standa inni i porti fullu af smyglvarningi, a svaedi thar sem engin log gilda, vid hlidina a fikniefnasala og skjota upp i loftid af russneskum hermannariffli.

    Eftir thessi aevintyri var ordid timabaert ad skoda nyja borg. Nu var "luxusinn" malid og tekin VIP ruta til Lahore. I henni faer matur halfa samloku, thad er loftkaeling og i hverjum 2 saetum sitja adeins 2, ekki 17. Sem er afar ovenjulegt.

    Bleiknefjarnir missa sig
    Nu erum i godu yfirlaeti hja Mouhammad Ali vini hans Helga her i Lahore. Naestu dagar verda notadir i ad skoda okkur um. Thetta er miklu vestraenni borg en thaer sem vid hofum sed i Pakistan. Thannig sjast stelpur uti a gotu herna (gulp!!!) og jafnvel yfirleit ekki med hulid andlitid. Hvad er ad verda um thennan heim?

    Her faest is sem ma borda, kaffi og fleira godgaeti. Vesturlandabuarnir eru ad missa sig og hafast vid i loftkaelingu med is i annarri og is i hinni.

    Fridur,
    Sissi

    Tuesday, August 08, 2006

    Krak og skak i Pakistan

    Saelir kaeru halsar. Pakistanfarar bjoda godan dag fra Gilgit!

    Menn eru vel sturtadir, greiddir og snyrtir, bunir ad drekka kok ur gleri og ordnir fyllilega adlagadir inn i nutima neyslusamfelag a adeins einum degi eftir ad snuid var ur fjollunum. Ad svo miklu marki sem Gilgit getur talist neyslusamfelag. Eiginlega ekki. En nog um thad. Tokum upp thradinn thar sem Tinni haetti ad prjona (hummus).

    Fjall numer 2 sigrad?
    Vid heldum upp i fjollin fyrir morgum, morgum dogum. Fullir sjalfstrausts og gledi aetludum vid ad salta thennan tind #2, adlagadir upp i topp, og ekkert gaeti stodvad okkur. Og thetta skyldi sko gert med stil, alpastil. Barum allt okkar dot med okkur (klettthungir) i leid sem vid hofdum ekki sed adur, a fjalli sem er ekki til. Ad minnsta kosti ekki a korti. Flott skyldi thad vera.

    En thad hefur sina okosti ad vera svona ofsalega gradur, ef mer leyfist nu ad nota svo ljott ord. Fyrsti dagurinn var 5 km. i loftlinu og haekkun ur 3600 i rumlega 4700 metra, med tjald, mat i 4 daga, 2 linur osfrv osfrv. Og thad nanast allt i verstu storgrytis bulderaskridu allra tima. Lausir risahnullungar sem hreyfast i hverju skrefi.

    Vesen i paradis?
    Fyrsta vandamal kom upp um midjan dag. Punji hostinn hans Helga tok sig upp thegar vid komum i haed og hann thordi ekki odru en ad beila thegar hann var farinn ad hljoma eins og vistmadur a Grundinni med surefni i annarri og sigo i hinni.

    Thrir filar heldu afram i leidangri.

    Undirritadur (Sissi) var farinn ad slappast talsvert thegar vid komum ad godum tjaldstad, eftir 10 tima erfitt klifur. Braggadist adeins um kveldid en leid afleitlega um morguninn. La eins og marglytta i skugga vid stein og gat ekki hreyft mig. Sidan jokst hressleiki ekki mikid thegar eg for ad aela. Og helt thvi svo adeins afram med toman maga. A slikum stundum verdur manni hugsad med sjalfum ser: "thetta er astaedan fyrir thvi ad eg for ad klifra - I love it!". Eda ekki.

    Robot mode
    Tekinn var aelu stoppari og akvedid ad koma thessum mukka i mannsliki strax nidur ur haed. Thad var mikil thrautaganga med allt dotid, og engan mat i maga veika mannsinns sidan i morgunmat daginn adur. Og svo thurfti sa lika ad fa ser Imodium eftir ad annars lags magkveisur hofu ad leika hann gratt. Klarlega med erfidari dogum. Um thessa atburdi var myndin Avoiding the Touch (of Sissi) gerd.

    En svo eg haetti nu ad tala um mig i 3 personu (thad gera bara gedsjuklingar) tha batnadi lidan talsvert thegar nidur var komid, eg at halfa dos af ananas, til heidurs oliugreifunum - Island Peak forum her fordum, og drattatist i baelid feginn ad vera kominn nidur. Buinn ad missa ahugann a fjallamennsku thann daginn, og kannski daginn a eftir lika.

    Taka 2
    Nidurleidin hja Helga hafdi ekki verid tidindalaus heldur, thvi hann hostadi eins og Karl Gunnarsson, vistmadur a Grund, eins og adur hefur verid skyrt fra. Ennfremur akvad hann ad fljuga a hausinn og la bakvid stein i klukkutima an thess ad geta sig hraert. Sem er ekki gott. Lidkadist sem betur fer til eftir sma stund og nadi ad skakklappast nidur i grunnbudir kl. 21 um kveldid, kokksa og grunnbuda-Ali til mikillar skelfingar. Their voru farnir ad sofa sko...

    Vid hefdum betur verid bunir ad lesa commentid fra Ara Trausta, ad vera ekki einir a ferdinni :)

    Jakk!
    Eftir thessa medferd var Helgi buinn ad fa nog af grunnbudalifi og thessum svokolludu vinum sinum, og akvad ad skella ser nidur i dal og halda til Gilgit a eigin vegum. Ali leist nu ekki alveg a thetta plan (hann er gaurinn med skammbyssuna) en let til leidast, og fylgdi straksa nidur i naesta bae og let hann fa forlata braudhleif ad skilnadi.

    Segir nu af Steppo og Dana, sem voru ekki alveg bunir ad fa nog af klifri. Their akvadu ad gera lokatilraun vid fjallid. Sissi var ekki ordinn nogu hress til ad fara upp med theim og akvad ad taka talstodvavaktina. I bodi R. Sigmundsson. Ja, rett ad taka fram ad Entel stodvarnar sem vid erum med rula!

    Lett er harrett
    Eftir miklar skeggraedur hja okkur felogum skarum vid dotid theirra hrottalega nidur. Thetta yrdi "lett og...
    ...vonandi ekki alveg jafn haegt". Upp foru their og Sissi fylgdi theim i 4200 metra. Nu var valin miklu skemmtilegri leid upp skriduna, a stad thar sem hun var framleidd skv. strongustu ISO stodlum (1 skref afram - 2 aftur).

    Um nottina rigndi og snjoadi sidar. Strakarnir voknudu kl. 02, aftur klukkan 04 og enn voru thrumur og eldingar. Klukkan 06 var thetta fullreynt, einnig med tilliti til thess ad nedri hluti leidarinnar, sem sast ekki ur dalnum, var taeknilegri en likur stodu til, og dot medferdis i minnsta lagi til ad kljast vid slikt. Ein oxi a mann og 3 skrufur. Ad minnsta kosti hefdu their thurft naegan tima og nyr snjor ekki til ad baeta ur skak. Thvi var akvedid ad beila.

    Fjallafasa lykur en aevintyrum ekki
    Naestu nott helt afram ad hellirigna med thrumum og eldingum. Lika inni i tjaldi. Grunnbuda-Ali tjadi okkur ad nu vaeri monsun hafinn af fullum krafti. I Yasin dal vaeru farnar ad falla oteljandi aurskridur og vid yrdum i tomu basli ad komast i burtu. Medal annars hafdi skrida fallid a samkomuhus, thar sem 8 manns letust. Klifurtimabilinu vaeri ad minnsta kosti lokid, og nu heldi skitavedur sidustu daga afram.

    Vid vorum thvi nokkud fegnir ad komast nidur til Darkot i gaermorgun. Thar beid okkar bill sem skutladi okkur ad fyrstu skridunni. Thar barum vid dotid yfir skriduna, sem var um 100 metra breid, og forum i ad redda odrum bil. Thad gekk prydilega, nema ad bilstjorinn var ekki beint af islenska caliberinu. Sumir hefdu jafnvel sagt vid hann: "Fardu ad grenja", thegar hann fornadi hondum i hvert skipti sem einhver smasteinn hafdi fallid a veginn. Vid nadum ad halda honum a ferdinni adeins lengur med thvi ad fara hreinlega ut og handryndja einhverjar skridur. Vid vorum vist fyrsti bill i gegnum thaer.

    Sidan staekkudu skridurnar og thar kom ad vid pikkfestumst. Tha kom ser vel ad thad er eitt i Pakistan sem vantar hvergi. FOLK...

    Nyungar fyrir islenska jeppamenn
    Menn nadu i storan trjabol, skelltu honum undir studarann og hifdu bilinn upp a vogarafli. Alltof sjaldsed trikk i islenskri jeppamennsku. I naestu skridu festumst vid aftur i aur og taemdum tha bilinn. Nadum ad losa hann med thvi ad fa aftur fullt af folki og velta honum nanast upp a adra hlidina medan grjot var sett i dekkjaforin. En nu hafdi bilstjorinn fengid nog og sneri vid. Thad tharf reyndar sma tholinmaedi i svona adgerdir, thvi ad oft er sest nidur, tekin sigo og ekkert gert. "Slappadu af - thetta reddast ef gud lofar (Inshallah)".

    Nu nadum vid ad redda traktor med kerru ad allra staerstu skridunni, bera yfir hana dotid og loks bil hinu megin. Thannig nadum vid til Gupis eftir 12 tima aevintyralegt ferdalag. Thar gistum vid i nott og nadum sidan ad keyra restina med thvi ad fara 2 tima hjaleid framhja sidustu og staerstu skridunni.

    "Hvar er Vall... ehh... Helgi?"
    Thegar komid var til Gilgit forum vid strax ad litast um eftir Helga, en thad var samdoma alit manna fyrirfram, ad hann hefdi hukkad far med heroinsmyglurum og vaeri kominn i fangelsi i Kabul. Eini madurinn sem gaeti reddad malunum vaeri Petur Steinn. Helgi var ad sjalfsogdu hvergi sjaanlegur og menn foru ad plana bjorgunaradgerdir og lengja hotelpantanir. Ekki baetti thad utlidid ad hann hafdi ekki skrad sig ut ur dalnum a sidasta vegatalma logreglunnar.

    En ahyggjurnar hurfu eins og dogg fyrir solu thegar strakurinn kemur roltandi i haegdum sinum med Mango Lassa i krukku og bydur godan daginn. Hann hafdi labbad ut allan dalinn a tveimur jafnfljotum, um 80 km leid, a tveimur dogum. Hafdi verid bodinn 10.000 sinnum i Chai (te) og mat, gistingu og gud ma vita hvad. Thad vantar sko ekki gestrisnina i folkid herna, svo mikid er vist.

    Nu erum vid bunir ad bragda Chapli Kebab ("a local burger that puts all western burgers to shame" innskot bladamanns; BULL) og erum adeins ad skoda baeinn. A morgun holdum vid svo til Peshawar, litill 14 tima biltur.

    Fyrir tha sem nenna ad thekkja okkur afram, tho vid seum ekki ad klifra naestu vikur og seum ekki fra Selfossi, tha munum vid uppfaera siduna afram med ferskum aevintyrum. Svo verdur ROSALEG myndasyning vid heimkomu.

    Bidjum ad heilsa ollum,
    Sissi og Helgi

    -----

    Himininn
    Himininn,
    er enginn vindur.
    Audvaldskapitalistasvin
    - prjonum hummus.


    -Halfdan Agustsson

    Monday, July 17, 2006

    Aðlögunarferð, geitahirðir og kokkur með matareitrun

    Eins og til stóð, fóru strákarnir upp í Punji Pass, sér til aðlögunar og yndisauka. Þar fóru fram vísindalegar tilraunir á búnaði piltanna, enda hlutfall vísindamenntaðra í hópnum ansi hátt. Gangan niður í grunnbúðir var óskemmtileg, éljagangur og snjóflóðahætta og þungt göngufæri. Þeir fengu svo óvænta heimsókn þegar Frakki nokkur kom til þeirra eftir að hafa snúið við á einhverri gönguleið sem lokaðist vegna veðursins. Hann hélt svo sína leið.

    Daginn eftir var hvíldardagur.

    Í gær pökkuðu strákarnir fullt af drasli í bakpokana og héldu aftur upp fjallið. Þeir settu upp aðrar búðir í 4500 m og gistu þar. Í morgun gengu þeir 300 m ofar, skildu þar eftir tjald fyrir síðari ferðir og gengu svo upp fyrir 5000 m til að ná sem mestri aðlögun í ferðinni. Síðan var haldið niður í grunnbúðir. Þá kemur til sögunnar geitahirðir nokkur pakistanskur, sem kom til strákanna og bar sig heldur aumlega. Hann hafði dottið og skorið sig á fingri. Sissi brá sér í latexhanskana og gerði að sárum hirðisins sem varð himinlifandi yfir þessum móttökum. Já, menn hætta ekkert að vera björgunarsveitakappar þótt þeir fari til Pakistan að klifra.

    Á morgun ætla drengirnir að hvíla sig en halda svo aftur uppeftir daginn eftir.

    Í öðrum fréttum er það helst að kokkur strákanna er með matareitrun og það af eigin mat. Ekki traustvekjandi.
    Einnig má nefna að strákarnir eru orðnir vel útiteknir, jafnvel sólbrenndir og stefna ótrauðir á að koma heim með "maximum tan."

    Næstu tvær vikur tekur Tinni (bróðir Sissa) við fréttaflutningi af strákunum. Ég þarf nefninlega líka að ná í maximum tan, reyndar bara á Spáni.

    Kveðja,

    AB

    Thursday, July 13, 2006

    Komnir upp i basecamp.

    Nú eru strákarnir komnir upp í grunnbúðir, skammt neðan við Punji Pass. Búðirnar liggja í 3700 m hæð þar munu piltarnir hafa bækistöðvar næstu 40 daga. Þarna er meiri hitasveifla milli dags og nætur og veðrið óútreiknanlegra en fyrr í ferðinni. Á leiðinni uppeftir í gær var hitinn um 25 °C, en þegar strákarnir hringdu áðan var hitinn um -2 °C, mikil snjókoma og rúmlega 20 cm jafnfallinn snjór yfir öllu.

    Ferðalagið uppeftir var eftirminnilegt, hvorki meira né minna en 22 burðarmenn auk 5 asna sáu um að bera búnaðinn á áfangastað. Miðað við þann búnað sem strákarnir tóku með sér, þá er ljóst að hver og einn burðarmaður hefur varla borið mikla þyngd, því það voru nú engin ósköp. En líkt og Sissi skrifaði hér fyrir stuttu, þá snýst þetta líklegast um atvinnusköpun fyrir heimamenn. Þó er hugsanlegt að piltarnir hafi farið að mínum ráðum og tekið með í ferðina bensínknúna rafstöð, örbylgjuofn, 1944 réttina (fyrir sjálfstæða Íslendinga, líka í Pakistan) og 42" plasma sjónvarp fyrir HM áhorf. Þá hefur væntanlega ekki veitt af þessum burðarmannaher. Maður veit ekki...

    En að öllu gríni slepptu þá var hljóðið í þeim gott og hyggjast þeir ganga upp í Punji Pass (4700 m) á morgun. Daginn eftir ætla þeir að tjalda þar fyrir ofan og aðlagast þunna loftinu betur. Og fyrst minnst er á tjöld, þá eru þau víst heldur bágborin tjöldin sem Razaq (eða Rassi, eins og strákarnir kalla hann) fjallaþjónustufrömuður útvegaði strákunum. Það bókstaflega rigndi í gengum þau í nótt sem leið og voru þeir kappar heldur fúlir með það. En þetta stendur víst til bóta.

    Þeir félagar hringja svo aftur heim innan skamms og færa okkur fréttir af fleiri ævintýrum.


    Kveðja,

    AB


    --www.alpaklifur.blogspot.com--- Síðan sem allir eru að tala um.

    Sunday, July 09, 2006

    Hvild eftir ævintyri a Pololeik

    Strákarnir hringdu heim í dag. Þeir eru nú við afslöppun í bænum Darkot (ábyrgist ekki stafsetningu á sérnöfnum) í Yasing dal. Eins og til stóð fóru þeir á pólóleikinn fræga í Shandur Pass, en sá staður er í 3800 m hæð. Þetta var ekki tíðindalítill viðburður því þegar leikar stóðu sem hæst varð uppþot meðal áhorfenda, en þeirra á meðal var Pervez Musharraf, forseti Pakistan. Einhverjir meðal áhorfenda töldu sig finna jarðskjálftakipp og við það fór allt úr skorðum, áhorfendur hlupu út um allt, m.a. inn á völlinn. Öryggisgæslan var ströng vegna viðveru forsetans og beitti lögreglan talsverðu harðræði við að koma ró á mannskapinn. Heyrðist mér Steppo segja í gegnum gervihnattasímann að að lögreglan hafi notað bambusprik til að pota í mannskapinn! Piltarnir sluppu þó við bambusstungur og högg og prísuðu sig sæla, enda telst það stórlega ofmetin reynsla að vera barinn með bambus.

    Steppo sagði stemmninguna hjá þeim vera fína fyrir utan magakveisu sem eitthvað hefur hrjáð Helga og Sissa. Strákarnir eru líka fegnir að hafa lokið jeppaferðalögum um stund, þeir voru orðnir hundleiðir á að hossast í fleiri tíma á erfiðum vegum. Hitinn hjá þeim er viðráðanlegur núna, um 25° C en var yfir 30° C á pólóleiknum, og það í 3800 m hæð.

    Nú munu þeir hvílast í tvo daga og halda svo upp í grunnbúðir við Punji Pass. Þar skammt frá er Punji Peak, tæplega 6000 m tindur sem þeir hyggjast reyna sig við.

    Nú fer púlið að taka við, fylgist með!

    Kveðja,

    AB